Gjafmildi Oprah Winfrey

Oprah Winfrey
Oprah Winfrey Reuters

Banda­ríski þátta­stjórn­and­inn Oprah Win­frey er sú gjaf­mild­asta af fræga fólk­inu ef marka má nýj­an lista Para­de tíma­rits­ins. Alls gaf Win­frey 50,2 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala til mannúðar­mála á síðasta ári auk þess sem hún stofnaði sam­tök­in Opra­h's Ang­el Network sem aðstoðar kon­ur og börn sem búa við bág­ar aðstæður víða um heim.

Meðal þeirra sem kom­ast á list­ann eru  Mel Gi­b­son, Barbra Streisand og parið Brad Pitt og Ang­el­ina Jolie. Þau skötu­hjú, Pitt og Jolie, eru í sjötta sæti list­ans en þau gáfu fórn­ar­lömb­um felli­bylj­ar­ins Kat­aria í New Or­le­ans 8,4 millj­ón­ir dala. Auk þess eyða þau jóla­dag í að aðstoða fólk sem býr við sára fá­tækt. Seg­ir Jolie að það sé mik­il­vægt að börn al­ist upp við að lífið snú­ist ekki um hvað þau fái held­ur um að sýna öðrum stuðning.

Gjaf­mild­ustu stjörn­urn­ar sam­kvæmt Para­de

1. Oprah Win­frey
2. Herb Alpert
3. Barbra Streisand
4. Paul Newm­an
5. Mel Gi­b­son
6. Ang­el­ina Jolie and Brad Pitt
7.  Lance Armstrong
7. Michael Jor­d­an
7. Eric Lindros
10. Rush Limbaugh

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir