Ólátabelgirnir Ólsensystur

Ashley (tv.) og Mary-Kate Olsen í New York í maí.
Ashley (tv.) og Mary-Kate Olsen í New York í maí. Reuters

Ólsen­syst­urn­ar Mary-Kate og Ashley eru „uppi­vöðslu­sam­ir hávaðasegg­ir sem bera ekki virðingu fyr­ir neinu,“ segja ná­grann­ar þeirra í West Villa­ge-hverf­inu á Man­hatt­an.

Stöðugur veisluglaum­ur úr íbúð systr­anna þykir raska ró íbúa við göt­una, sem er ann­ars sögð ró­leg.

„Mary-Kate og Ashley eru spillt­ar af eft­ir­læti og hafa breytt hverf­inu til hins verra,“ sagði ónafn­greind­ur ná­granni.

Haft er eft­ir öðrum: „Þetta er ró­leg gata. Hér býr fjöld­inn all­ur af öðru frægu fólki - Sarah Jessica Par­ker, Liv Tyler, Gisele Bundchen og Ju­li­anne Moore - sem er góðir grann­ar. En þess­ar tvær eru aðskota­dýr.“

Þá hafa fyr­ir­ferðar­mikl­ir líf­verðir systr­anna valdið upp­námi í hverf­inu. Sagði íbúi við  Vestra 13. stræti að tveir stór­ir jepp­ar stæðu fyr­ir utan heim­ili þeirra all­ar næt­ur.

„Það mætti halda að hér stæðu yfir um­fangs­mikl­ar, op­in­ber­ar aðgerðir miðað við alla þá gæslu sem þær eru með.“

Góðu frétt­irn­ar eru þó þær, segja íbú­arn­ir, að syst­urn­ar eru bara með íbúðina á leigu, og vona þeir að þær ætli ekki að setj­ast þarna að til fram­búðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir