Björgvin Halldórsson var í dag krýndur Gaflara ársins af félögum í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar en þann titil hlýtur sá Hafnfirðingur sem hefur með störfum sínum og framkomu þykir hafa skarað framúr og aukið hróður Hafnarfjarðar.
Í tilkynningu frá Lionsklúbbi Hafnarfjarðar segir: „Hingað til hefur útnefningin farið fram á jólafundi Lionsklúbbsins, en nú hefur okkur orðið að ósk okkar að halda sérstakan Gaflaradag."
Meðal þess sem fer fram á Gaflaradeginum sem er í dag er ganga eftir Strandgötu og síðan safnast göngumenn saman við Brydepakkhúsið eða á Thorsplani og þar fer fram útnefning Gaflara ársins 2008.