Áhorfendum hryllti við lundaáti Ramsay

Gordon Ramsey.
Gordon Ramsey.

Margar kvartanir bárust Ofcom, bresku stofnuninni sem hefur eftirlit með útsendingum sjónvarpsstöðva þar í landi í kjölfar þess að sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay snæddi íslenskan lunda í sjónvarpsþættinum The F Word á Channel 4.

Ofcom bárust 42 kvartanir vegna lundaátsins en kvað svo upp þann úrskurð, að Ramsay hefði ekki gert neitt rangt þar sem lundi er hluti af mataræði Íslendinga.

Ofcom komst einnig að þeirri niðurstöðu, að fuglaveiðarnar færu fram á mannúðlegan hátt og að dýrin þyrftu ekki að þola miklar kvalir.

Áhorfendurnir kvörtuðu undan því að lundar væru í útrýmingarhættu og að horfa upp á drápin á þeim væri truflandi.

Ofcom tilkynnti að reglulega mætti sjá uppeldi, veiði og dráp á mismunandi dýrum í The F Word og að áhorfendur hefðu verið varaðir við áður en lundadrápið og átið hófst á skjánum.

The F Word

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar