De Niro og Al Pacino saman í mynd

Al Pacino og Robert De Niro sjást hér saman í …
Al Pacino og Robert De Niro sjást hér saman í Lundúnum í gær. AP

Stórleikarar bandarískra kvikmynda, þeir Robert De Niro og Al Pacino birtust saman á rauða dreglunum á Leicester-torgi í London í gær í tilefni af kvikmyndahátíðinni sem þar stendur yfir. Þetta er fyrsta sinn í 13 ár sem þeir koma fram til að kynna kvikmynd saman og tilefnið var sýning á mynd þeirra Righteous Kill.

Síðast léku þeir saman í myndinni Heat 1995 og báðir komu þeir fram í Godfather II en aldrei í sömu atriðunum. Í myndinni núna leika þeir tvo lögreglumenn á hælunum á raðmorðingja sem þá grunar að geti verið að finna innan lögreglunnar.

Myndinni hefur verið vel tekið í Bandaríkjunum en hún var frumsýnd þar 10. september sl. og er hún sem stendur í þriðja sæti yfir þær myndir sem mesta aðsókn hafa fengið.

Robert De Niro og Al Pacino í nýju myndinni Righteous …
Robert De Niro og Al Pacino í nýju myndinni Righteous Kill.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka