Óþekktar hljóðupptökur með Agöthu Christie

Agatha Christie.
Agatha Christie.

Gleymdar hljóðupptökur með Agöthu Christie, nærri hálfrar aldar gamlar þykja gefa sjaldgæfa innsýn í líf og hugsanir þessa mikilvirka sakamálahöfundar. Agatha Christie sem fæddist þennan dag fyrir 118 árum, las inn á hljóðsnældur fyrir Grundig Mamorette-tæki sitt um miðjan sjöunda áratuginn þegar hún vann að sjálfsævisögu sinni. Snældurnar hafa lágu síðan öllum gleymdar í geymslu á heimili Christie í Davon þar til dóttursonur hennar, Matthew Prichard, rakst á þessar 27 hálftíma hljóðsnældur í pappakassa þegar hann var að laga til í geymslunni.

Ævisaga Agöthu Christie kom út 1977 en upptökurnar með auðþekkjanlegri rödd hennar þykja gefa ítarlegri mynd af ferli hennar heldur en kemur fram í bókinni.

Christie segir til dæmis frá því að hún hafi aldrei ætlað Miss Marple að verða eina af helstu sögupersónum sínum heldur hafi Jane Marple nánast laumað sér inn í bækur sínar. „Ég man ekkert eftir því að hafa skrifað Morðið á Prestsetrinu (Murder in the Vicarage),“segir hún. „Ég man ekki einu sinni af hverju ég valdi þessa nýju sögupersónu, Miss Marple,  til að vera spæjarann í þessu máli. Og á þessum tíma hafði ég engin áform að halda henni áfram það sem eftir væri.“

Christie segist að sumu leyti hafa byggt Miss Marple á ömmu sinni án þess þó að hún sé á neinn hátt einhver mynd af ömmunni. Hún hafi átt það sameiginlegt með Miss Marple að þótt hún hafi verið afar glaðsinna manneskja þá hafi hún ætíð gert ráð fyrir því versta frá öllum og öllu. „Og af næstum því skelfilegri nákvæmni hafði hún oftast rétt fyrir sér."

„Ég hafði ekki hugmynd um það þá að hún myndi keppa við Hercule Poirot um hyllina. Fólk er alltaf að skrifa mér nú um stundir og leggja til Miss Marple og Hercule Poirot hittist en hvers vegna ættu þau það? Ég er viss um þau hefðu alls ekki viljað hittast.“

„Hercule Poirot er sjálfselskan uppmáluð og myndi ekki falla í geð að vera sagt til eða ráðlagt af gamalli piparjúnku.“

Hingað til hefur aðeins verið vitað um tvær hljóðupptökur með Agöthu Christie, viðtal BBC við hana frá 1955 og upptaka með henni á stríðsminjasafninu breska þar sem hún rifjar upp ár sín í fyrri heimstyrjöldinni.

Agatha Christie samdi 80 glæpasögur, aðallega með Hercule Poitor og Miss Marple sem sögupersónur, og því er haldið fram að aðeins Biblían og verk Shakespears hafi selst meira heldur en bækur hennar sem hafa selst í alls 4 milljörðum eintaka.

Leikrit hennar Músagildran á heimsmet í sýningarfjölda en það var frumsýnt í Ambassadir-leikhúsinu í London 25. nóvember 1952 og nún 23 þúsund sýningum síðar er það enn á fjölunum á West End.

Agatha Christie segir frá tilurð Miss Marple

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir