Ramsey í klandri

Gordon Ramsey, sjónvarpskokkurinn sem segir öðrum veitingahúsaeigendum til syndanna á Skjá einum á miðvikudagskvöldum er nú lentur í vandræðum með einn af sínum eigin stöðum. Yfirkokkurinn á veitingahúsi Ramsays á Ritz hótelinu í Dublin hefur sagt upp störfum og segir staðinn illa rekinn.

Veitingastaðurinn var opnaður með pomp og pragt fyrir tæpu ári og yfirkokkurinn Paul Carroll stökk strax til þegar honum var boðið starf þar. Heimildarmaður Daily Mail segir að Ramsay hafi aðeins litið inn þegar undirbúningur stóð yfir, samið matseðlana, en síðan ekki látið sjá sig meir. Hann segir matinn of dýran og að fólk njóti þess ekki að borða á veitingahúsinu. Orðrómur er uppi um að Ramsey verði sagt upp húsnæðinu og annar veitingamaður fenginn í staðinn. Það yrði þá þriðja veitingahúsið í eigu Ramseys sem lokar er eða skiptir um eigendur á stuttum tíma, en hann þarf væntanlega ekki að örvænta því hann á samt eftir yfir tuttugu veitingastaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar