Aðrir aukatónleikar til heiðurs Vilhjálmi

Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Á sama tíma og menn óttast að kreppan lami allt seljast miðar á minningartónleika Vilhjálms Vilhjálmssonar eins og heitar lummur. Nú hafa allir þeir 8 þúsund miðar er voru í boði fyrir tónleikana selst upp og því var ákveðið að bæta við öðrum aukatónleikum í Laugardalshöll, laugardaginn 11. október.

„Það er allt að verða vitlaust, þetta er alveg út úr kortinu,“ segir tónleikahaldarinn Ísleifur Þórhallsson hjá Bravó. „Ég hef aldrei séð svona áður, að selja upp 8000 miða á tveimur klukkustundum. Mér sýnist að miðar á þessa aukatónleika muni fara hratt líka. Þá erum við komnir yfir tölur sem sést hafa áður í íslensku tónleikahaldi. Það er t.d. hægt að telja á höndum annarrar handar þá erlendu listamenn er hafa selt yfir 12 þúsund miða hér.“

Jóhann Vilhjálmsson, sonur Vilhjálms er einnig himinlifandi yfir móttökunum. „Það er mjög gaman en ég veit ekki hvort þetta kemur mikið á óvart,“ segir Jóhann sem hefur áður m.a. komið fram með Óperukórnum fyrir nokkru. Hann flytur lagið Lítil drengur ásamt Jónsa (Jóni Jósep Snæbjörnssyni) á tónleikunum þrennum. „Jónsi tók þetta lag á plötunni sinni og ég hreifst mjög af þeirri útgáfu. Hann er líka svo einlægur aðdáandi hans pabba sem tónlistarmanns. Þetta verður stór stund fyrir okkur báða.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir