Mýrin, mynd Baltasars Kormáks eftir sögu Arnaldar Indriðasonar, heldur frægðargöngu sinni áfram, nú í Frakklandi og Bretlandi.
Myndin fær lofsamlega dóma og er aðsóknin eftir því, en myndin var frumsýnd samtímis á 50 stöðum í Frakklandi og 17 í Bretlandi, sem er mesta aðsókn á íslenska mynd í löndunum tveimur. Auk þess hefur hún verið seld til um 17 annarra landa, þar á meðal Bandaríkjanna, S-Kóreu, Ástralíu og Ísraels, svo fáein lönd séu nefnd.