Gestur á hollensku hótel fann lifandi 2,5 metra langa slöngu í klósettinu og lét yfirvöld vita. Í kjölfarið var fernt handtekið fyrir að versla með sjaldgæf dýr.
Talið er að slangan hafi rennt sér upp í gegnum pípulagnir úr herbergi á hæðinni fyrir neðan. Í því sama herbergi fundu yfirvöld 30 framandi dýr.
Meðal dýranna voru slöngur, eðlur, froskar, salamöndrur, og ungkrókódílar.
Flest dýranna voru í kössum og pokum en tvær eðlur gengu frjálsar um herbergið þar sem lögregla handtók þrjá karlmenn og einn kvenmann, alla frá Róm.