Bandaríska MTV-sjónvarpsstöðin hyggst hætta með þáttinn Total Request Live, sem hefur verið einn af vinsælustu þáttum stöðvarinnar - í bili að minnsta kosti. Þátturinn hefur verið í sýndur í 10 ár.
Aðalframleiðandi TRL, Dave Sirulnick, segist vilja „hvíla“ þættina sem eru sýndir beint frá Times Square í New York.
„Við viljum ljúka þessu tímabili TRL á ánægjulegan hátt, og 10 er frábær tala,“ segir hann.
Meðal þeirra sem hafa komið fram í þættinum eru stjörnur á borð við Britney Spears, Backstreet Boys, N'Sync og Eminem.
Sirulnick segir að þátturinn sé ekki hættur fyrir fullt og allt, aðeins sé verið að hvíla hann um stundarsakir. Hann bætir því þó við að þátturinn sé ekki eins ferskur í dag og hann var.