„Mínir vasar eru tómir“

Hrafnkell Flóki Einarsson og Steinar Jónsson
Hrafnkell Flóki Einarsson og Steinar Jónsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta gekk ekki alveg nógu vel. Ég veit ekki hvort fólk er svona fátækt í dag eða hvort tímasetningin var röng en þarna voru bestu hljómsveitir landsins að spila,“ segir Steinar Jónsson, skipuleggjandi Iceland Music Fest-tónlistarhátíðarinnar sem haldin var í Tunglinu um helgina. Illa seldist á hátíðina og tók Steinar til þess ráðs að aflýsa laugardagskvöldinu sökum slakrar miðasölu.

„Föstudagskvöldið gekk ágætlega þó að mætingin hefði mátt vera betri og sunnudagskvölidð gekk líka hálf-brösuglega. Bæði var tæknin að stríða okkur og svo urðum við að bíða í hálftíma eftir að fyrsta hljómsveitin steig á svið. Það var hins vegar ljóst að laugardagskvöldið stefndi í tómt hús og ég ákvað bara að endurgreiða þeim sem höfðu keypt miða,“ segir Steinar sem er einungis 16 ára gamall en hefur þó um tveggja ára skeið staðið að ýmsum uppákomum á tónlistarsviðinu.

„Mér sýnist að þessi bransi sé allur að deyja út. Það segir okkur til dæmis margt að meira að segja Einar Bárðar er hættur í þessu,“ segir Steinar og bætir við að núna hyggist hann taka því rólega í nokkurn tíma, enda peningarnir á þrotum. „Mínir vasar eru tómir eftir þetta. Ég er kominn í gjaldþrot. Kostnaðurinn af hátíðinni var um 700 þúsund krónur og það komu aðeins 200 þúsund krónur inn í kassann. Þetta eru stórar upphæðir fyrir 16 ára menntaskólanema. Þetta var dýrt námskeið sem hefði getað verið enn dýrara ef hljómsveitirnar hefðu ekki samþykkt að spila frítt,“ segir Steinar sem þó hyggst ekki leggja árar í bát fyrir fullt og allt.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir