Sjötta bókin í þríleik væntanleg

Félagarnir Zaphod (Sam Rockwell), Ford (Mos Def) og Arthur (Martin …
Félagarnir Zaphod (Sam Rockwell), Ford (Mos Def) og Arthur (Martin Freeman) í kvikmynd sem gerð hefur verið eftir bókaröðinni. Reuters

Írski barnabókahöfundurinn Eoin Colfer hefur fengið það verkefni að skrifa sjöttu bókina í trílógíunni Hitchhiker's Guide to the Galaxy sjö árum eftir andlát höfundarins Douglas Adams sem skrifaði fimm fyrstu bækurnar og mun hafa haft þá sjöttu í smíðum er hann féll frá 49 ára að aldri.

Colfer er frægastur fyrir ævintýrabækur sínar um Artemis Fowl en hann mun taka upp þráðinn í sögunum um Arthur Dent og félaga og samkvæmt Reuters fréttastofunni er það gert með samþykki Jane Belson, ekkju Adams.

Bókin mun koma út hjá Penguin-útgáfunni í október á næsta ári. Adams á að hafa sagt að fimm (bækur) væri bara ekki rétt tala, sex væri mun betri tala.

Heimasíða Eoin Colfer

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir