Svöl útflutningsvara

Tónlist er hin nýja svala útflutningsvara.
Tónlist er hin nýja svala útflutningsvara. mbl.is/G. Rúnar

Áhugi á ráðstefnu sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) skipuleggur tók mikinn kipp eftir að tónlistartímaritið Musicweek birti heilsíðugrein með fyrirsögninni Making Iceland Even Cooler eða Ísland verður ennþá svalara.

Í greininni lofar Christopher Barret íslenska tónlist og þær óhefðbundnu leiðir sem íslenskt tónlistarfólk beitir gjarnan við kynningu á tónlist sinni: „Þrátt fyrir að þar búi aðeins 300.000 manns er Ísland gróðrarstía sköpunarkrafts í tónlist og heimili mjög sjálfstæðs tónlistarbransa.

Alþjóðleg velgengni listamanna á borð við Björk, Sigur Rósar og Gusgus sýnir reglulega fram á að þegar kemur að sköpunargáfunni hitta íslendingar endurtekið í mark án þess að blása úr nös.“
 
Barrett rifjar einnig upp tíu ára sögu Iceland Airwaves, sem hann kallar „vettvang til kynningar á fersku hæfileikafólki og fundarstað hins alþjóðlega tónlistarsamfélag. Hann veitir því og athygli hversu margar konur koma fram á „You are in Control“, sem hann segir bjóða upp á afar metnaðarfulla dagskrá um framtíð menningarviðskipta í stafrænu umhverfi.

Hefur hann eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur, framkvæmdastýru ÚTÓNs, að „...fjöldi mjög hæfra kvenna sé við störf í geiranum og við ættum að láta raddir þeirra hljóma og ná innsýn inn í þeirra skapandi huga.“
 
Samkvæmt skipuleggendum ráðstefnunnar hafa borist um 50 skráningar að utan og nú síðast í þessari viku frá Sænska Ríkisútvarpinu, sem hyggst senda  tíu manna hóp til þess að fylgjast með umræðum á ráðstefnunni.

„You are in Control“ fer fram á Hótel Sögu við Hagatorg dagana 15.-16. október nk.

sjá nánar á www.icelandmusic.is


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir