Brad Pitt styður réttindabaráttu samkynhneigðra

Brad Pitt
Brad Pitt Reuters

Bandaríski leikarinn Brad Pitt gerir sitt til þess að auka líkurnar á því að hann gangi að eiga sambýliskonu sína og barnsmóður Angelinu Jolie. Pitt, sem hefur lýst því yfir að hann muni ekki kvænast Jolie fyrr en allir Bandaríkjamenn öðlast sama rétt fyrir lögum að ganga í hjónaband, hefur gefið 100 þúsund dali, 9,3 milljónir króna, til stuðnings réttindabaráttu samkynhneigðra til þess að ganga í hjónaband.

Fénu sem Pitt gefur verður varið í baráttu gegn samtökum sem vilja láta afnema réttindi samkynhneigðra á að ganga í hjónaband.

Pitt segir að með þessu vilji hann styðja jafnan rétt allra til þess að hegða lífi sínu á þann hátt sem viðkomandi kýs svo lengi sem viðkomandi skaðar ekki aðra með gjörðum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir