Naomi Campbell íhugar að draga sig í hlé

Naomi Campbell.
Naomi Campbell. AP

Naomi Campbell íhugar að draga sig í hlé. Breska ofurfyrirsætan hefur hingað til verið hikandi við að draga sig út úr fyrirsætustörfum sínum sökum þess hversu fáar svartar konur starfa innan fyrirsætugeirans.

Að sögn Campbell séu hönnuðir New York Fashion Week orðnir duglegri við að nota fyrirsætur af öllum kynþáttum til að kynna fatnað sinn. Þessu fagnar Campbell og vonar að þessi breyting sé komin til að vera. 

„Hvort sem ég verð áfram í bransanum eða ekki þá vil ég hjálpa konum af öllum kynþáttum til þess að koma sér á framfæri. Ég yrði himinlifandi ef ég við 55 ára aldurinn gæti tekið upp tímarit og séð fallega ljósmyndaseríu af svartri kvenkyns fyrirsætu. Því það yrði staðfesting á því að vinna mín öll þessi ár hefði raunverulega skilað einhverjum breytingum,“ segir Campbell sem enn er aðeins 38 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir