Ryan O'Neal handtekninn

Bandarískir kvikmyndaleikarinn Ryan O'Neal og Redmond sonur hans voru handteknir í Malibu í Kalíforníu í gær eftir að lögregla fann fíkniefni á heimili leikarans. Um var að ræða reglubundna húsleit sem gerð var í samræmi við reynslulausn Redmonds. Hann var dæmdur í júní fyrir fíkniefnabrot.

Lögreglu grunar að feðgarnir hafi verið með metamfetamín í fórum sínum.  Þeir voru látnir lausnir gegn tryggingu eftir yfirheyrslur en eiga yfir höfði sér ákæru.

Ryan O'Neal, sem er 67 ára, var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir myndina Ástarsögu. Hann eignaðist Redmond, sem er 23 ára, með leikkonunni  Farrah Fawcett.

Ryan O'Neal er einnig faðir leikkonunnar Tatum O'Neal sem fékk Óskarsverðlaun 1973 fyrir myndina Paper Moon, sem Ryan lék einnig í. Tatum hefur átt við fíkniefnavandamál að stríða og var m.a. handtekin í New York í júlí, grunuð um að vera með kókaín.

Ryan O'Neal var handtekinn í febrúar, grunaður um að hafa ráðist á annan son sinn, Griffin, en ákæra var ekki lögð fram. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar