Samkomulag náðist í dag á milli Sjónvarpsins og Stöðvar 2 um tilfærslur á dagskrá stöðvanna til að koma í veg fyrir skörun nýrra íslenskra sjónvarpsþátta sem báðir eru vænlegir til vinsælda.
Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 hafði áður gagnrýnt Þórhall Gunnarsson dagskrárstjóra Sjónvarpsins fyrir að stilla sakamálaþáttunum Svörtum englum upp til höfuðs Dagvaktinni,framhaldi Næturvaktarinnar vinsælu. Fyrsti þáttur beggja þáttaraða verður frumsýndur nú á sunnudagskvöld.
Þeir hafa nú náð sáttum um breyttan útsendingartíma. Svartir Englar verða færðir fram til klukkan 19:40 á sunnudagskvöld en viðtalsþáttur Evu Maríu færður aftur til 20:30 í staðinn, þ.e. á útsendingartíma Dagvaktarinnar.