Myndband við lag Bjarkar Guðmundsdóttur, All Is Full of Love, með Björk Guðmundsóttur, var valið annað besta myndband poppsögunnar af áhorfendum MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Myndbandið við lagið Svefn-g-Englar með hljómsveitinni Sigur Rós var valið fimmta besta myndbandið.
Fram kemur í frétt Press Association, að myndband við lagið Rio með Duran Duran hafi verð valið það besta. Það kom út árið 1982 en þar sjást félagarnir í hljómsveitinni á í jakkafötum á baðströnd í Karíbahafi umkringdir fáklæddum stúlkum.
Myndband Bjarkar kom út árið 1999 en í því sjást tvö vélmenni í ástaratlotum.
Í þriðja sætinu er myndband norsku hljómsveitarinnar A-ha frá 1985 við lagið Take On Me en í því leikur söngvarinn Morten Harkett teiknimyndafígúru sem lifnar við.
Myndband Michaels Jacksons við lagið Thriller frá 1983 er í 4. sæti og Svefn-g-Englar er í 5. sæti.
Í næstu sætum eru Smells Like Teen Spirit með Nirvana frá 1991, Just video með Radiohead frá 1995, Virtual Insanity með Jamiroquai frá 1996, Like A Prayer með Madonnu frá 1989 og Here It Goes Again með OK GO frá 2006.
Um 40 þúsund áhorfendur MTV tóku þátt í valinu.