Björk og Sigur Rós með bestu myndböndin

Úr myndbandi Bjarkar, All Is Full of Love.
Úr myndbandi Bjarkar, All Is Full of Love.

Myndband við lag Bjarkar Guðmundsdóttur, All Is Full of Love, með Björk Guðmundsóttur, var valið annað besta myndband poppsögunnar af áhorfendum MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Myndbandið við lagið Svefn-g-Englar með hljómsveitinni Sigur Rós var valið fimmta besta myndbandið.

Fram kemur í frétt Press Association, að myndband við lagið Rio með Duran Duran hafi verð valið það besta. Það kom út árið 1982 en þar sjást félagarnir í hljómsveitinni á í jakkafötum á baðströnd í Karíbahafi umkringdir fáklæddum stúlkum. 

Myndband Bjarkar kom út árið 1999 en í því sjást tvö vélmenni í ástaratlotum.

Í þriðja sætinu er myndband norsku hljómsveitarinnar A-ha frá 1985 við lagið Take On Me en í því leikur söngvarinn Morten Harkett teiknimyndafígúru sem lifnar við.

Myndband Michaels Jacksons við lagið Thriller frá 1983 er í 4. sæti og  Svefn-g-Englar er í 5. sæti.

Í næstu sætum eru Smells Like Teen Spirit með Nirvana frá 1991, Just video með Radiohead frá 1995, Virtual Insanity með  Jamiroquai frá 1996, Like A Prayer með Madonnu frá 1989 og Here It Goes Again með OK GO frá 2006.

Um 40 þúsund áhorfendur MTV tóku þátt í valinu.

Rio

All Is Full of Love

Svefn-g-Englar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar