Ekki sá kynþokkafyllsti

Matthew McConaughey og Camila Alves.
Matthew McConaughey og Camila Alves. AP

Camila Alves telur að unnusti hennar og barnsfaðir Matthew McConaughey sé ekki sá kynþokkafyllsti í heimi þrátt fyrir að hann hafi fengið þann titil hjá People tímaritinu árið 2005. Segist Alves einungis sjá hann sem föður sonar þeirra, Levi, sem fæddist í júlí.

„Ég lít ekki á hann þeim augum. Hann er maðurinn minn og við erum fjölskylda. Hann er eins og pabbar gerast bestir."

Alves sem er 25 ára gömul og starfar sem handtöskuhönnuður, segir að fæðingin hafi ekki verið það dásamlegasta sem hún hafi gengið í gegnum en fæðingin tók 60 klukkustundir. „Þetta var ekkert sérstaklega þægileg upplifun. Við fórum í gegnum fjórtán klukkustundir með samdráttarverkjum á tveggja mínútna fresti, engin mænudeyfing, ekkert. Á tveggja mínútna fresti leið ég út af. Ég fór á sjúkrahúsið á laugardegi og Levi fæddist á mánudegi," segir Alves.

Alves sem er brasilísk, segir að Levi fái tvítyngt uppeldi enda tali fæstir í hennar fjölskyldu ensku. Segir hún það mikilvægt fyrir drenginn að hann læri að þekkja bandarískar rætur sínar sem og þær brasilísku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Ómar Ingi Ómar Ingi: .
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir