Framhaldsmynd ólíkleg

HO

Bandaríska leikkonan Sarah Jessica Parker segir að ekki verði gerðar fleiri kvikmyndir um Beðmál í borginni, Sex and the City. Leikkonan, sem fór með hlutverk  Carrie Bradshaw í sjónvarpsþáttunum sálugu og kvikmyndinni, á ekki von á því að farið verði út í framhaldsmynd en það hafi tekið hana tvö ár að komast að þeirri niðurstöðu.

Þrátt fyrir gífurlegar vinsældir þáttanna og myndarinnar, sem var frumsýnd fyrr á árinu, þá er Parker sátt við að vera laus við Carrie.

En þrátt fyrir yfirlýsingar Parker þá virðist sem allt sé á huldu hvað varðar framhald Beðmála í borginni. Í síðustu viku sagði Chris Noth, sem fór með hlutverk elskhuga Carrie, Mr. Big, að það gæti komið til greina að gera framhald í Bretlandi en sagði um leið að það væri í höndum höfundar handritsins, Michael Patrick King. Að sögn Noth er King með góðar hugmyndir um framhald og það væri tilvalið að gera framhaldsmynd í Lundúnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka