Jónsi: Verð að læra að hemja mig

Jónsi
Jónsi mbl.is/Golli

Ef þátturinn Singing Bee nær jafn miklum vinsældum og aðstandendur Skjás eins vona gæti Jón Jósep Snæbjörnsson, eða Jónsi eins og við þekkjum hann, verið kominn í nýtt hlutverk sem sjónvarpsstjarna. Fyrsti þátturinn fer í loftið á Skjá einum í kvöld en þegar er búið að taka upp 10 þætti er verða sýndir fram að jólum. Jónsi er þáttastjórnandi Singing Bee og kann vel við hlutverkið.

„Ég hef það yfirleitt að markmiði að gera hluti sem mér finnst skemmtilegir og þetta er mjög skemmtilegt starf,“ segir Jónsi og ljómar af áhuga. „Ég þarf að læra mjög marga nýja hluti til þess að gera það sem á að vera svo auðvelt í sjónvarpinu. Hlutverk stjórnandans í þessu tilviki er að kunna reglurnar í þaula, kynnast keppendum og tala við áhorfendur á meðan útsendingarstjórinn þylur hluti í eyrað á honum.“

Jónsi, sem er þekktur fyrir að grípa augnablikið hreðjataki, viðurkennir að hann hafi þurft að læra að setja hemil á sjálfan sig til þess að halda sig innan þess ramma er handrit þáttarins setur. „Þetta er samkvæmt eðlislögmálum aðeins öðruvísi en að syngja uppi á sviði. Það eru reglur sem ég þarf að hlíta. Ég ræð ekki eins miklu. Maður verður bara að læra að hemja sig, sem er mjög gott. Batnandi manni er best að lifa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar