Zeppelin laut í gras fyrir Kryddpíunum

Kryddpíurnar njóta enn talsverðra vinsælda.
Kryddpíurnar njóta enn talsverðra vinsælda. Reuters

Kryddpíurnar komu, sáu og sigruðu á breskri tónlistarhátíð í gær, en endurkoma þeirra á stóra sviðinu þótti bera af sl. ár. Píurnar skutu þar með gömlu rokkjöxlunum í Led Zeppelin ref fyrir rass. Gömlum rokkurum væntanlega til hneykslunar og undrunar.

Kvennasveitin hlaut verðlaun á Vodafone Live Music Awards fyrir bestu endurkomuna á tónleikum. Auk Zeppelin og Kryddpíanna voru bresku sveitirnar James og The Verve tilnefndar.

Töffararnir í Primal Scream hlutu tvenn verðlaun. Þeir þóttu bestir á tónleikum og þeir voru verðlaunaðir fyrir frábært tónlistarframlag þeirra á hljómleikum.

Hátíðin fór fram í Brixton Academy og meðal þeirra hljómsveita sem tróðu upp voru popparar á borð við The Pussycat Dolls, Will Young og James Morrison og indí-sveitirnar Glasvegas, The Automatic og Primal Scream.

Led Zeppelin á endurkomutónleikum sínum sem fram fóru í London. …
Led Zeppelin á endurkomutónleikum sínum sem fram fóru í London. Þeir þekkja bæði góða tíma og slæma. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan