Elsti varðveitti kveðskapur Halldórs Laxness í póesíbók á Vegamótastíg

Póesíbókin með heilræðavísum Halldórs Laxness.
Póesíbókin með heilræðavísum Halldórs Laxness. mbl.is/G. Rúnar

„Mér finnst flest benda til þess að hér sé kom­inn elsti varðveitti kveðskap­ur Hall­dórs Lax­ness, nema ein­hver kann­ist við þær sem eldra höf­und­ar­verk eða þjóðvís­ur," seg­ir Hall­dór Guðmunds­son rit­höf­und­ur um vís­urn­ar sem skrifaðar eru í pó­esí­bók, minn­inga­bók þess tíma, sem geymd er í fjöl­skyldu­húsi við Vega­móta­stíg.

Hús­ráðand­inn Trausti Þór Sverris­son varðveit­ir bók­ina sem amma hans, Þór­dís Dag­björt Davíðsdótt­ir, fékk skraut­ritaða í 11 ára af­mæl­is­gjöf, 7. októ­ber 1914. Hall­dór skrifaði í hana fyrst­ur allra það haust, þá 12 ára gam­all:

Vart hins rétta verður gáð
vill­ir mann­legt sinni,
fái æs­ing æðstu ráð
yfir skyn­sem­inni.

Haltu þinni beinu braut
ber þitt ok með snilli
gæf­an svo þér gef­i' í skaut
guðs og manna hylli.

„Það er virki­lega gam­an að þetta sé komið fram, og auðvitað spenn­andi að heyra hvort ein­hver kann­ast við þenn­an kveðskap," seg­ir Hall­dór, sem hef­ur skrifað ævi­sögu nó­bels­skálds­ins. Morg­un­blaðið hafði sam­band við fjöl­marga sér­fræðinga í kveðskap og þjóðhátt­um og hafði eng­inn þeirra heyrt vís­urn­ar fyrr og bend­ir því allt til þess að Hall­dór sé höf­und­ur­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú getur komið miklu í verk á heimilinu í dag. Gefðu þér því tíma til að sinna því og sjáðu, hvað allt verður auðvelt á eftir. Ein góð hugmynd getur frelsað þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú getur komið miklu í verk á heimilinu í dag. Gefðu þér því tíma til að sinna því og sjáðu, hvað allt verður auðvelt á eftir. Ein góð hugmynd getur frelsað þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell