Kærasti Jónsa hitar upp fyrir Sigur Rós

Jónsi og Alex.
Jónsi og Alex. mbl.is/Sverrir

Hljómsveitin Sigur Rós er nú á leið til Kanada, en Norður-Ameríkuhluti tónleikaferðar sveitarinnar hófst með tónleikum í New York á miðvikudagskvöldið. Þar lék sveitin í hinu stórglæsilega United Palace leikhúsi og endurtók svo leikinn á sama stað kvöldið eftir, en í gærkvöldi hélt sveitin tónleika í Boston.

Sigur Rósar-menn fara svo til Kanada í dag, en þeir verða með tónleika í Montreal í kvöld. Alls verður um 17 tónleika að ræða á þessum hluta tónleikaferðalagsins, og er uppselt á nánast alla tónleikana. Strákarnir eru einir á sviðinu að þessu sinni því þeir njóta hvorki aðstoðar Amiinu né blásarasveitar.

Hins vegar hitar hljómsveitin Parachutes upp fyrir þá, en svo skemmtilega vill til að einn meðlimur þeirrar sveitar heitir Alex Somers og er kærasti Jónsa, söngvara Sigur Rósar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar