Söngvarinn George Michael slapp með aðvörun eftir að hann var handtekinn á almenningssalerni með fíkniefni í fórum sínum, þ. á m. svonefnt krakk. Talsmaður breska innanríkisráðuneytisins kveðst ekki vita með vissu hvers vegna látið var nægja að aðvara söngvarann.
Fréttavefur BBC greinir frá þessu í morgun. Þar er haft eftir talsmanni lögreglunnar í London að „45 ára gamall maður [hafi verið] handtekinn 19. september vegna gruns um vörslu fíkniefna í Hampstead Heath.“
Innanríkisráðuneytið segir, að viðurlög við fíkniefnavörslu séu mjög mismunandi, og taka þurfi tillit til kringumstæðna í hverju tilviki fyrir sig.