Kíkt í plötuskápa

Jón Ólafsson.
Jón Ólafsson. mbl.is/RAX

„Ég byrjaði á Rás 2 hinn 1. desember árið 1983, ég var þá í morgunþætti með Páli Þorsteinssyni, Ásgeiri Tómassyni og Arnþrúði Karlsdóttur. Þetta var bara fyrsti dagur Rásar 2, og fyrsti þátturinn kl. 10 um morguninn,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson sem fagnar 25 ára „útvarpsafmæli“ sínu með því að fara af stað með útvarpsþáttinn Úr plötuskápnum á Rás 2.

„Ég var þarna í um þrjú eða fjögur ár, en hef rosalega lítið verið í útvarpi síðan því tónlistin tók eiginlega yfir, auk þess sem ég fór í sjónvarpið annað slagið. En það er gaman að vera ekki í tónlistarstúdíói alla daga,“ segir Jón.

Fyrsti þáttur Jóns er í dag, sunnudag, og hefst hann kl. 12.45. Eins og nafnið bendir til ætlar Jón að kíkja í plötuskápa í þáttunum, bæði sinn eigin og annarra.

„Það er búinn að vera þarna þáttur sem heitir Úr plötuskápnum, og ég er í rauninni að taka við honum. Mér fannst það ágæt hugmynd, ég hafði alveg frjálsar hendur en mér fannst það bara fín hugmynd að fá fólk í heimsókn, því mér finnst svo gaman að spjalla. En ég nenni ekki að vera með útvarpsþátt án þess að fá að velja einhverja tónlist sjálfur, enda á ég ansi gott plötusafn. Ég ætla að reyna að koma með eitthvað bitastætt í hverjum þætti – eitthvað sem fólk heyrir kannski ekki á hverjum degi í öðrum útvarpsþáttum,“ segir Jón sem mun taka á móti einum gesti í hverjum þætti.

„Hann kemur bara með plöturnar sínar til mín og við spjöllum um þá tónlist sem hann velur. Við komum náttúrlega líka inn á daglegt líf viðkomandi í leiðinni, þannig að þetta verði ekki of nördalegt.“

Spilaði með Þrótti

„Hann er náttúrlega í uppáhaldssjónvarsþættinum mínum, Landsbankamörkunum, og mér finnst hann hafa verið alveg frábær þar. Hann er svo hreinskilinn og með góða kímnigáfu. En svo þekki ég hann frá fornu fari, hann spilaði eitt eða tvö tímabil með Þrótti, þar sem hann var frábær. Þannig að ég veit ýmislegt um hann, til dæmis að hann semur tónlist og spilar á gítar, eins og annar hver Vestmannaeyingur. Þannig að ég er spenntur að vita hvað hann býður okkur upp á,“ segir Jón sem gerir ráð fyrir að þættirnir verði á hverjum sunnudegi í vetur, þótt hann viti ekki nákvæmlega hversu margir þeir verði.

„Ætli það fari ekki bara eftir frammistöðu?“ segir hann og hlær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka