Blaine hangir í Miðgarði

Bandaríski sjónhverfingarmaðurinn David Blaine hefur oft komið fólki á óvart með óvenjulegum uppátækjum. Nú ætlar hann að hanga á fótunum í streng yfir Central Park, Miðgarði, í New York, í þrjá sólarhringa. 

Blaine hefur áður dvalið í 63 stundir lokaður inni í stórum ísmola, í 44 daga í glerkassa í Lundúnum, í viku á kafi í vatni, og einnig verið grafinn lifandi. Hann sagði að vistin í Miðgarði gæti þó orðið  erfiðasta raunin til þessa.

Blaine segist hafa prófað að hanga í sex stundir á fótunum en hann ætlar að reyna að vera í 60 stundir án matar og svefns. Hann fær þó vökva að drekka á meðan.

Læknar segja hættu á að blóðtappar myndist í æðakerfi Blaines og hann gæti einnig blindast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup