Hari Puttar hafði sigur á Harry Potter

Úr myndinni um Hari Puttar.
Úr myndinni um Hari Puttar.

Dómstóll á Indlandi hefur vísað frá máli, sem kvikmyndafélagið Warner Brothers, sem framleiðir myndirnar um Harry Potter, höfðaði á hendur framleiðanda kvikmyndarinnar Hari Puttar, sem framleidd var í Bollywood á Indlandi. Dómstóllinn telur, að fólk sé nógu skynsamt til að gera sér grein fyrir að munur sé á þessum tveimur persónum.

Að mati Warner minnir Hari Puttar svo mikið á Harry Potter að um sé að ræða hugverkastuld.  Þessu hafnaði dómstóllinn og bendir m.a. á að Warner hafi vitað af myndinni um Hari Puttar frá árinu 2005 en ekki höfðað mál fyrr en nú. 

Þá segir dómstóllinn einnig, að þeir sem lesi bækurnar um Harry Potter séu nægilega vel menntaðir til að gera sér grein fyrir að um sé að ræða mismunandi sögupersónur. 

Hari er algengt indverskt nafn og Puttar þýðir sonur á hindi og punjabi.

Til stóð að frumsýna myndina um Hari Puttar á Indlandi 12. september en það frestaðist vegna málsins. Þess í stað verður myndin frumsýnd á föstudaginn. Hún fjallar um 10 ára dreng, sem flytur með fjölskyldu sinni til Englands og lendir þar í ýmsum ævintýrum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar