Lennon sagður hafa skaðað heyrn Seans

John Lennon og Yoko Ono
John Lennon og Yoko Ono Reuters

John Lennons er iðulega minnst fyrir boðskap um frið og ást en hann var jafnframt afar skapbráður.

Síðustu daga hafa tekið að birtast ýmsar upplýsingar úr væntanlegri ævisögu Lennons, „John Lennon – The Life“, eftir Philip Norman. Ekkja Lennons, Yoko Ono, og Paul McCartney hafa þegar fordæmt bókina, þrátt fyrir að hafa gefið höfundinum ýmsar upplýsingar.

Í eftirmála bókarinnar segir meðal annars frá því þegar Lennon skaddaði heyrn Seans sonar þeirra Ono, með því að öskra í eyra hans. Sean segir sjálfur frá því þegar faðir hans var að kenna honum að skera og borða steik. „Það var mér ráðgáta – ég var fjögurra ára – hvernig ætti að stinga gafflinum í kjötið og skera bak við hann, og þannig fengi maður bita að setja í munninn,“ segir Sean. „Ég held það hafi verið þetta kvöld að hann reiddist svo við mig, ég held það hafi verið vegna þess hvernig ég bar mig að við steikina. Hann öskraði á mig, mjög mjög hátt, þannig að heyrnin í mér skaddaðist og ég þurfti að fara á spítala.“

Hann segir að Lennon hafi verið miður sín og beðið sig margfaldlega afsökunar. „Ég man að ég lá á gólfinu og leið svo illa og hann hélt utan um mig og baðst afsökunar.“

Sean talar einnig um mýkri hliðar Lennons, eins og þegar kötturin þeirra stökk út um glugga og drapst.

„Ég held það hafi verið í eina skiptið sem ég sá föður minn gráta,“ segir Sean Lennon í bók Normans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir