Kvikmyndanördum leiðist seint að ræða um það hvaða kvikmyndir þeim þyki vera bestar. Nú hefur breska kvikmyndatímaritið Empire birt lista yfir 500 bestu kvikmyndir allra tíma. Það kemur varla mörgum á óvart að fyrsta myndin í Guðföður-þríleiknum trónir á toppnum.
Alls tóku 10.000 manns þátt í könnun sem Empire stóð fyrir. Auk almennra lesenda blaðsins, tóku kvikmyndagerðarmenn og -gagnrýnendur þátt.
Guðfaðirinn, sem er frá árinu 1972, með þeim Marlon Brandon og Al Pacino, þykir vera fremst meðal jafningja. Myndinni leikstýrði Francis Ford Coppola.
Í öðru sæti varð fyrsta myndin um ævintýri Indiana Jones, Raiders of the Lost Ark. Í því þriðja varð önnur myndin (eða réttara sagt fimmta myndin - eftir því hvernig menn horfa á það) um ævintýri Skywalker-fjölskyldunnar, The Empire Strikes Back. Í fjórða og fimmta sæti urðu svo The Shawshank Redemption og Jaws.
Topp 10 listinn er annars eftirfarandi:
Leikstjórar á borð við Quentin Tarantino og Mike Leigh tóku þátt í könnuninni.
Eina myndin frá þessari öld sem komst á topp 20 er nýjasta Batman-myndin, The Dark Knight.
Sumt kemur á óvart og annað ekki, en margir eru eflaust hissa á því að sígildar kvikmyndir á borð við Easy Rider og The Sound of Music hafi ekki komist á listann.
Alls tóku 10.000 manns þátt í könnuninni, sem fyrr segir. Þar á meðal 150 kvikmyndaleikstjórar í Hollywood og 50 kvikmyndagagnrýnendur.