Guðfaðirinn fremstur á meðal jafningja

Atriði úr Guðföðurnum.
Atriði úr Guðföðurnum.

Kvikmyndanördum leiðist seint að ræða um það hvaða kvikmyndir þeim þyki vera bestar. Nú hefur breska kvikmyndatímaritið Empire birt lista yfir 500 bestu kvikmyndir allra tíma. Það kemur varla mörgum á óvart að fyrsta myndin í Guðföður-þríleiknum trónir á toppnum.

Alls tóku 10.000 manns þátt í könnun sem Empire stóð fyrir. Auk almennra lesenda blaðsins, tóku kvikmyndagerðarmenn og -gagnrýnendur þátt.

Guðfaðirinn, sem er frá árinu 1972, með þeim Marlon Brandon og Al Pacino, þykir vera fremst meðal jafningja. Myndinni leikstýrði Francis Ford Coppola.

Í öðru sæti varð fyrsta myndin um ævintýri Indiana Jones, Raiders of the Lost Ark. Í því þriðja varð önnur myndin (eða réttara sagt fimmta myndin - eftir því hvernig menn horfa á það) um ævintýri Skywalker-fjölskyldunnar, The Empire Strikes Back. Í fjórða og fimmta sæti urðu svo The Shawshank Redemption og Jaws.

Topp 10 listinn er annars eftirfarandi:

  1. The Godfather
  2. Raiders of the Lost Ark
  3. The Empire Strikes Back
  4. The Shawshank Redemption
  5. Jaws
  6. Goodfellas
  7. Apocalypse Now 
  8. Singin´in the Rain
  9. Pulp Fiction
  10. Fight Club

Leikstjórar á borð við Quentin Tarantino og Mike Leigh tóku þátt í könnuninni.

Eina myndin frá þessari öld sem komst á topp 20 er nýjasta Batman-myndin, The Dark Knight.

Sumt kemur á óvart og annað ekki, en margir eru eflaust hissa á því að sígildar kvikmyndir á borð við Easy Rider og The Sound of Music hafi ekki komist á listann.

Alls tóku 10.000 manns þátt í könnuninni, sem fyrr segir. Þar á meðal 150 kvikmyndaleikstjórar í Hollywood og 50 kvikmyndagagnrýnendur.

Vefur Empire.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup