Halla Vilhjálms í breskri hrollvekju

mbl.is

„Ég er í förðun í fjóra eða fimm tíma á dag, og verð mjög ógeðsleg,“ segir Halla Vilhjálmsdóttir sem leikur eitt af aðalhlutverkunum í bresku hrollvekjunni Ghost Machine, en tökur á myndinni standa yfir í Belfast á Norður-Írlandi um þessar mundir. Í myndinni fer Halla með hlutverk morðóðrar afturgöngu sem hefnir sín á þeim sem urðu henni að bana.

Hún segir myndina reyna mikið á líkamlega. „Ég leik öll áhættuatriðin sjálf, með farðann, handjárn, keðjur og allan fjandann,“ segir leikkonan unga sem er með sinn eigin bardagaþjálfara, en hann heitir Buster Reeves og sá meðal annars um áhættuatriðin fyrir Brad Pitt í Troy og Christian Bale í Batman Begins og The Dark Knight.

Halla segir að allur aðbúnaður á tökustað sé eins og best verður á kosið, og að komið sé fram við sig eins og stórstjörnu.

„Ég er sótt, og mér er skutlað, ég er með einkabílstjóra, þriggja herbergja íbúð út af fyrir mig og hjólhýsi á tökustað. Maður er ekki vanur svona bruðli, það er eiginlega bara eitthvað skrýtið við þetta,“ segir hún, en myndin er að mestu tekin í gömlu fangelsi í Belfast.

„Við erum að taka í alvöru fangelsi hérna í Belfast, og ég held sko að það sé reimt í því. Þetta er nefnilega frægt fangelsi af því að það voru svo margir hengdir í því,“ segir Halla um tökustaðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir