Lausafjárkreppan bítur en tveir franskir rithöfundar sjá ýmislegt jákvætt í svartnættinu. Þeir hafa gefið út teiknimyndabók þar sem brugðið er ljósi á líf Jerome Kerviel, sem þekktastur er fyrir að hafa kostað franska bankann Societe Generale tæplega fimm milljarða evra, um sjö hundruð milljarða króna, miðað við gengi krónunnar í dag.
Í bókinni er lýst uppgangi Kerviel í starfi verðbréfamiðlara hjá SocGen allt til þess tíma er ljóst var að bankinn riðaði nánast til falls vegna spákaupmennsku miðlarans. Kerviel var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í mars sl en enn er unnið að rannsókn málsins.