Herbert: Kokteill af bjór, kannabis og kókaíni

 Fyrir 15 mánuðum fékk Herbert Guðmundsson vitrun. Hann „pakkaði búddismanum“ eins og hann orðar það sjálfur og snerist til kristni. Þá hafði Herbert í um fimm ár tekið hugbreytanleg efni nánast upp hvern á dag. Sjálfur lýsir hann því sem kokteil af bjórsulli, hass- og kókaínneyslu. Í dag er hann frjáls frá öllu, meira að segja sígarettunni.

Mánuðir hans í „birtunni“, eins og hann lýsir nýju ástandi sínu, urðu til þess að allt gekk upp. Þetta heyrist greinilega á nýrri plötu hans, Spegill sálarinnar, þar sem nokkur laganna eru óður til Guðs og hins nýja frelsis sem einn ástsælasti söngvari landsins hefur nú öðlast.

„Ég var komin í andlega þreytu og einn morguninn sagði ég við sjálfan mig: hingað og ekki lengra! Ég byrjaði á því að hætta að reykja og síðan ákvað að taka til í mínu lífi. Þetta var brennivínssull, kannabis- og kókaínnotkun. Ég var bara að missa tökin. Ég fór með þetta á laun, en stóð samt alltaf mína plikt. Í neyslu kemur yfir mann annar andi. Maður er neikvæðari og það er myrkur yfir manni. Um leið og ég varð frjáls byrjaði ég að blómstra.“

Herbert byrjaði aftur í neyslu fyrir um fimm árum en þá hafði hann verið edrú í mörg ár.

„Eftir að ég byrjaði í búddismanum fór ég í pásu. Svo þekkti ég fólk sem sagði að til væri lausn og að hún væri að mér myndi líða helmingi betur ef ég væri alltaf edrú. Það er það sem er að gerast í mínu lífi í dag. Þetta er æðislegt.“

„Ég var orðinn svolítið stífur í kókinu. Þetta var kokteill af kannabis, bjór og kókaíni. Þannig að þetta er rosalegt frelsi. Þess vegna hef ég verið mjög duglegur við að hlaupa með kyndilinn. Ég hef farið með boðskapinn inn á Vog og svo fer ég á Hraunið einu sinni í mánuði. Mig langar að miðla þessari vellíðan minni áfram.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar