Leikarinn Liam Neeson hefur gagnrýnt leikara sem vinna samkvæmt svokallaðri Stanislavskyaðferð. Nefnir hann sérstaklega leikarana Daniel Day Lewis og Robert De Niro og segir nálgun þeirra á hlutverk sín vera þvælu.
„Það er oft bent á vinnuaðferðir leikara á borð við Daniel Day-Lewis og Robert De Niro eins og það sé hin eina rétta leið til að leika. Ég fer hins vegar ekki í rúmið og inn í draumaheiminn sem persónan sem ég leik,” segir hann.„Það er svo mikil þvæla í leiklistinni. Ég er ekki að gagnrýna þessa menn sem leikara en stundum þarf maður bara að mæta á svæðið og fara með línurnar sínar. Maður þarf ekkert að þykjast vera annar en maður er. Ég lít svo á að það sé nóg að vera ég.”
Þá segist hann ekki hafa neinn áhuga á því að heyra hvað fólk hafi misst mörg kíló fyrir þetta og þetta hlutverk. Hann velji fremur einfaldleika en íburð bæði í einkalífi og starfi.
Frægt er þegar Day Lewis neitaði að gagnast undir lyfjameðferð vegna lungnabólgi er hann lék í myndinni 'Gangs of New York' árið 2002 þar sem slík lyf voru ekki til á þeim tíma sem myndin fjallaði um. Neeson lék einnig í myndinni og er það sagt hafa farið í taugarnar á honum að Day Lewis krafðist þess að vera ávalt ávarpaður með nafni persónunnar sem hann lék.