Neeson hnýtir í Day Lewis og De Niro

Liam Neeson með eiginkonu sinni Natasha Richardson.
Liam Neeson með eiginkonu sinni Natasha Richardson. Reuters

Leikarinn Liam Neeson hefur gagnrýnt leikara sem vinna samkvæmt svokallaðri Stanislavskyaðferð. Nefnir hann sérstaklega leikarana Daniel Day Lewis og Robert De Niro og segir nálgun þeirra á hlutverk sín vera þvælu. 

„Það er oft bent á vinnuaðferðir leikara á borð við Daniel Day-Lewis og Robert De Niro eins og það sé hin eina rétta leið til að leika. Ég fer hins vegar ekki í rúmið og inn í draumaheiminn sem persónan sem ég leik,” segir hann.„Það er svo mikil þvæla í leiklistinni. Ég er ekki að gagnrýna þessa menn sem leikara en stundum þarf maður bara að mæta á svæðið og fara með línurnar sínar. Maður þarf ekkert að þykjast vera annar en maður er. Ég lít svo á að það sé nóg að vera ég.”

Þá segist hann ekki hafa neinn áhuga á því að heyra hvað fólk hafi misst mörg kíló fyrir þetta og þetta hlutverk. Hann velji fremur einfaldleika en íburð bæði í einkalífi og starfi.

Frægt er þegar Day Lewis neitaði að gagnast undir lyfjameðferð vegna lungnabólgi er hann lék í myndinni  'Gangs of New York' árið 2002 þar sem slík lyf voru ekki til á þeim tíma sem myndin fjallaði um. Neeson lék einnig í myndinni og er það sagt hafa farið í taugarnar á honum að Day Lewis krafðist þess að vera ávalt ávarpaður með nafni persónunnar sem hann lék.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup