Newmans minnst

Margir hafa í dag orðið til að minnast bandaríska kvikmyndaleikarans Pauls Newmans, sem lést í dag á heimili sínu nálægt Westport í Connecticut eftir langa baráttu við krabbamein. Newman varð 83 ára. Fjölskylda og vinir Newmans sögðu að hann hefði verið ástríkur fjölskyldufaðir og mikill mannvinur sem hefði verið til fyrirmyndar á öllum sviðum.

Dætur leikarans sögðu í yfirlýsingu, að auðmýkt og örlæti hefðu einkennt líf föður þeirra.

„Paul Newman lék mörg ógleymanleg hlutverk," segja þær. „En hlutverkunum, sem við erum stoltastar af, var aldrei hampað: Trúr eiginmaður. Ástríkur faðir. Stoltur afi.  Einlægur mannvinur.

Faðir okkar var sjaldgæfur fulltrúi óeigingjarnrar auðmýktar og var síðastur til að gera sér grein fyrir því sem hann áorkaði. Hann gætti einkalífsins afar vel en hafði á sinn hægláta hátt gríðarleg áhrif á marga vegna örlætis síns.

Til hinstu stundar var faðir okkar afar þakklátur fyrir lán sitt. Hann sagði sjálfur, að hann hefði notið mikilla forréttinda í lífinu," segir í yfirlýsingunni.

Samtök bandarískra kvikmyndaframleiðenda sögðu að góðgerðastofnun Newmans hefði varið um 100 milljónum dala, jafnvirði 9,7 milljarða króna, til ýmissa verkefna.

„Kvikmyndagerðarlistin og heimurinn, sem skortir góðhjartaða og metnaðarfulla menn, syrgir fráfall goðsagnar," sagði Dan Glickman, forseti samtakanna. „Hans verður minnst sem listamanns, heiðursmanns og mannvinar sem lifði lifði ekki aðeins fyrirmyndarlífi  heldur átti einnig glæsilegan feril."

Ítalska kvikmyndastjarnan Gina Lollobrigida sagði við ítölsku ANSA fréttastofuna, að Newman hefði ferið stórkostlegur leikari og maður, sem hefði lagt mikið af mörkum til kvikmyndalistarinnar.

Félagar Newmans  í Newman/Haas/Lanigan kappakstursliðinu, minntust hans einnig í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir