Eiginkonan gefst upp á Wood

Ron Wood
Ron Wood Reuters

Jo, eiginkona Ronnie Wood, er sögð hafa falið lögfræðingum sínum að undirbúa skilnaðarmál eftir að myndir birtust af honum og hinni tvítugu Ekaterinu Ivanovu þar sem þau snæddu á veitingastaðnum Locanda Locatelli.  

Fyrst fréttist af sambandi Wood við hina tvítugu Ivanovu í júlí en Jo var þá sögð fullviss um að um léttvægt ævintýri væri að ræða og að hann myndi fljótt snúa aftur heim til hennar.

 Wood fór í kjölfarið undir áfengismeðferð og mun það hafa valdið Jo miklum vonbrigðum að hann skuli hafa snúið aftur í faðm Ivanovu að henni lokinni. 

„Jo hefur fengið nóg af framkomu hans. Henni finnst hún hafa verið niðurlægð og hún er bálreið yfir því að besti vinur hennar hafi hafnað henni með þessum hætti,” segir ónefndur vinur hennar í viðtali við breska blaðið News of the World. „Hún hefur rætt við lögfræðinga sína sem segja engan vafa leika á því að staða hennar sé mjög sterk.” 

Talið er að Jo geti átt tilkall til helmings allra eigna Wood, sem metnar eru á 70 miljón pund. Þá er hugsanlegt að henni verði dæmd 20% af öllum framtíðartekjum hans þar sem hún hefur verið persónulegur aðstoðarmaður hans, framkvæmdastjóri og meðeigandi í tónlistarfyrirtæki hans Rockyarch, og ritari fyrirtækis hans Scream Art.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar