Heather Locklear handtekin

Heather Locklear.
Heather Locklear. Reuters

Bandaríska leikkonan Heather Locklear var stöðvuð þar sem hún ók bíl í Kalíforníu síðdegis á laugardag en aksturslagið þótti einkennilegt. Leikkonan var síðan handtekin og flutt á lögreglustöð og ákærð fyrir að aka undir áhrifum lyfseðilsskyldra lyfja.

Að sögn bandarískra fjölmiðla tók lögregla eftir Locklear þar sem hún sat í kyrrstæðum bíl á hraðbraut í Montecito um 150 km frá Los Angeles. Hún var ein í bílnum. Lögregla flutti hana á lögreglustöð þar sem hún gekkst undir áfengis- og lyfjapróf. 

Locklear var ein stærsta sjónvarpsstjarna Bandaríkjanna á níunda áratug síðustu aldar og lék m.a. í þáttunum  Dynasty og TJ Hooker og síðar Melrose Place.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar