Robert Plant segir nei

Robert Plant hefur verið á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum með Alison …
Robert Plant hefur verið á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum með Alison Krauss að undanförnu, en því mun ljúka 5. október nk. Reuters

Robert Plant, söngvari bresku rokkhljómsveitarinnar Led Zeppelin, hefur vísað því á bug að hann muni fara í hljómleikaferðalag með gömlu félögum sínum. Hann segir allar slíkar vangaveltur vera „pirrandi og fáránlegar“.

Breska götublaðið The Sun sagði í síðustu viku að Plant, Jimmy Page og John Paul Jones, eftirlifandi meðlimir sveitarinnar, hafi samþykkt að koma saman aftur og fara í hljómleikaferðalag.

Plant segir hins vegar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að hann muni ekki fara í tónleikaferðalag með neinum í a.m.k. tvo ár. Plant hefur verið á tónleikaferðalagi með Alison Krauss í Bandaríkjunum, en því mun ljúka 5. október nk. Plant segist ætla að taka sér frí eftir það. 

„Þvert á þær fréttir sem hafa borist, þá mun Robert Plant hvorki fara í hljómleikaferðalag né fara í hljóðver með Led Zeppelin til að taka upp nýtt efni,“ segir í yfirlýsingunni.

„Hver sá sem hyggst kaupa miða á netinu á slíka tónleika mun kaupa falsaðan miða.“

Félagarnir í Led Zeppelin spiluðu saman á tónleikum í desember sl. í fyrsta sinn í 19 ár á minningartónleikum um stofnanda Atlantic Records. Í framhaldinu hófust miklar vangaveltur varðandi það hvort sveitin ætlaði að gera eitthvað meira og fara í tónleikaferðalag. Þá hafa margir vonast eftir því að fá að heyra ný Zeppelin lög. 

Plant segist óska þeim Page, Jones og Jason Bonham alls hins besta í framtíðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir