Mamma Mia! Er ekki komið nóg?

Hulton Archive

Sag­an enda­lausa um kvik­mynd­ina Mamma Mia! held­ur áfram því mynd­in er nú aft­ur kom­in í efsta sæti bíólist­ans, eft­ir að hafa gefið topp­sætið eft­ir um stund. Mynd­in var sem sagt sú mest sótta í ís­lensk­um kvik­mynda­hús­um um helg­ina, og jafn­framt sú tekju­hæsta. Það er sér­lega merki­legt í ljósi þess að mynd­in er búin að vera á lista í hvorki meira né minna er þrjá mánuði. Þar að auki voru fimm mynd­ir frum­sýnd­ar í ís­lensk­um kvik­mynda­hús­um fyr­ir helgi, en allt kom fyr­ir ekki – Mamma Mia! er samt á toppn­um.

Alls sáu 2.964 mynd­ina um helg­ina, og voru tekj­ur af henni því rétt inn­an við þrjár millj­ón­ir. Frá því sýn­ing­ar á mynd­inni hér á landi hóf­ust hafa nú sam­tals 110.472 séð mynd­ina, og eru tekj­ur af henni orðnar rúm­ar 95,5 millj­ón­ir króna.

Anita Briem fell­ur úr topp­sæt­inu ásamt mynd­inni sinni, Jour­ney To The Center Of The Earth 3D, en 2.376 manns sáu mynd­ina um helg­ina. Tekj­ur af henni eru nú orðnar 16,5 millj­ón­ir króna.

Coen-bræður njóta alltaf mik­illa vin­sælda, hér á landi sem ann­ars staðar, og stökkva þeir beint í þriðja sætið með Burn Af­ter Rea­ding, nýj­ustu gam­an­mynd sína sem fékk góða dóma hjá Sæ­birni Valdi­mars­syni í Morg­un­blaðinu í gær. Rétt rúm­lega 2.000 manns sáu Brad Pitt, Geor­ge Cloo­ney og fé­laga fara ham­förum í mynd­inni um helg­ina.

Gam­an­mynd­in Wild Child kem­ur ný inn í fimmta sætið með tekj­ur upp á 1.233 þúsund og tölvu­teikni­mynd­in Space Chimps fylg­ir fast á hæla henni með tekj­ur upp á rétt rúm­lega 1,2 millj­ón­ir króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Taktu þér þann tíma, sem þú þarft, því að flas er ekki til fagnaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Taktu þér þann tíma, sem þú þarft, því að flas er ekki til fagnaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir