Mamma Mia! Er ekki komið nóg?

Hulton Archive

Sagan endalausa um kvikmyndina Mamma Mia! heldur áfram því myndin er nú aftur komin í efsta sæti bíólistans, eftir að hafa gefið toppsætið eftir um stund. Myndin var sem sagt sú mest sótta í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina, og jafnframt sú tekjuhæsta. Það er sérlega merkilegt í ljósi þess að myndin er búin að vera á lista í hvorki meira né minna er þrjá mánuði. Þar að auki voru fimm myndir frumsýndar í íslenskum kvikmyndahúsum fyrir helgi, en allt kom fyrir ekki – Mamma Mia! er samt á toppnum.

Alls sáu 2.964 myndina um helgina, og voru tekjur af henni því rétt innan við þrjár milljónir. Frá því sýningar á myndinni hér á landi hófust hafa nú samtals 110.472 séð myndina, og eru tekjur af henni orðnar rúmar 95,5 milljónir króna.

Anita Briem fellur úr toppsætinu ásamt myndinni sinni, Journey To The Center Of The Earth 3D, en 2.376 manns sáu myndina um helgina. Tekjur af henni eru nú orðnar 16,5 milljónir króna.

Coen-bræður njóta alltaf mikilla vinsælda, hér á landi sem annars staðar, og stökkva þeir beint í þriðja sætið með Burn After Reading, nýjustu gamanmynd sína sem fékk góða dóma hjá Sæbirni Valdimarssyni í Morgunblaðinu í gær. Rétt rúmlega 2.000 manns sáu Brad Pitt, George Clooney og félaga fara hamförum í myndinni um helgina.

Gamanmyndin Wild Child kemur ný inn í fimmta sætið með tekjur upp á 1.233 þúsund og tölvuteiknimyndin Space Chimps fylgir fast á hæla henni með tekjur upp á rétt rúmlega 1,2 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir