Bryndís fer frá Tinu Turner til Janis Joplin

Bryndís og Ilmur
Bryndís og Ilmur mbl.is

„Í grunn­inn er þetta mjög ein­falt þannig séð. Ilm­ur leik­ur hana og ég er rödd henn­ar,“ seg­ir Bryn­dís Ásmunds­dótt­ir en hún mun á föstu­dag­inn stíga á svið Íslensku óper­unn­ar í hlut­verki Jan­is Joplin. Þá verður frum­sýnt nýtt verk Ólafs Hauks Sím­on­ar­son­ar, Jan­is 27, en verkið bygg­ir á stuttu en lit­ríku lífs­hlaupi söng­kon­unn­ar Jan­is Joplin. Leik­stjóri verks­ins er Sig­urður Sig­ur­jóns­son en þar munu öll bestu lög Jan­is fá að njóta sín.

Aðspurð seg­ir Bryn­dís að hún hafi ekki verið feng­inn til að syngja í verk­inu sök­um skorts á söng­hæfi­leik­um Ilm­ar. „Hún er nefni­lega al­veg ótrú­leg söng­kona. Hún leyn­ir á sér stelp­an, hún er bara að leyfa mér að hafa eitt­hvað að gera,“ seg­ir Bryn­dís og hlær.

Bryn­dís hef­ur und­an­farið ferðast vítt og breitt um landið ásamt Sig­ríði Bein­teins­dótt­ur þar sem þær stöll­ur hafa hyllt rokkömm­una miklu, Tinu Turner. Þær sýn­ing­ar hafa nú runnið skeið sitt á enda og hef­ur Bryn­dís því gengið í hlut­verk ann­ar­ar og ekki síðri söng­konu.

„Ég hef bara verið ótrú­lega lán­söm að fá þessi tæki­færi til að túlka bæði drottn­ing­una Tinu og svo Jan­is. Það ger­ist bara ekki betra,“ seg­ir hún.

Bryn­dís bæt­ir við að hún sé mik­ill aðdá­andi bæði Tinu og Joplin en hún get­ur ómögu­legt gert upp á milli þeirra.

„Það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra tveggja. Í mín­um aug­um er Tina meira amma rokks­ins á meðan Jan­is er ung­ur töffari með gamla sál,“

seg­ir Bryn­dís sem mun án efa gera hinni stór­kost­legu Jan­is Joplin góð skil á sviði Óper­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú kemur með eitthvað nýtt, skrautlegt eða tæknilegt inn á heimilið í dag, hugsanlega einhverja græju. Sjálfsagi getur verið erfiður í byrjun en venst eins og allt annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú kemur með eitthvað nýtt, skrautlegt eða tæknilegt inn á heimilið í dag, hugsanlega einhverja græju. Sjálfsagi getur verið erfiður í byrjun en venst eins og allt annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son