Fimm bandarísk kvikmyndaver í Hollywood hafa samþykkt að greiða kostnaðinn við að breyta fjölmörgum kvikmyndahúsum þar í landi til að þau geti sýnt kvikmyndir með stafrænni tækni, sérstök áhersla er lögð á þrívíddarmyndir.
Reiknað er með að Digital Cinema Implementation Partners sem er eignarfélag sem á fjölmörg kvikmyndahús muni skrifa undir samning við kvikmyndaverin í dag.
Það mun hafa sýnt sig að tekjur kvikmyndahúsa sem sýna þrívíddarmyndir eru þrefalt hærri en venjuleg bíó geta státað af.
The Walt Disney Co., Viacom Inc.'s Paramount Pictures, News Corp.'s Twentieth Century Fox, General Electric Co.'s Universal Pictures og Lions Gate Entertainment Corp. eru kvikmyndaverin sem í hlut eiga.
Ríflega 30 kvikmyndir í þrívídd munu vera í framleiðslu fyrir árið 2010 í Hollywood.