Blindir gagnrýna nýjustu mynd Julianne Moore

Julianne Moore
Julianne Moore Reuters

Talið er að þrýstihópar muni sniðganga nýjustu kvikmynd Julianne Moore, Blindness, þar sem þeir segja að í myndinni sé blindum líst sem skepnum. Í kvikmyndinni, sem er byggð á sögu Nóbelsverðlaunahafans Jose Saramago, missa allir íbúar ónefndrar borgar sjónina smám saman utan eins. Myndin var opnunarmyndin á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor.

Hótar Landsamband blindra í Bandaríkjunum því að hvetja fólk til þess að sniðganga myndina en hún verður frumsýnd í 75 kvikmyndahúsum í 21 ríki í Bandaríkjunum á morgun.

Í umsögn Birtu Björnsdóttur um myndina í Morgunblaðinu í vor segir að myndin veki upp spurningar um eðli mannsins í erfiðum aðstæðum og varpar ljósi á hversu grunnt er í raun á villimanninum í okkur öllum. „Leikstjórinn, Fernando Meirelles, sagði þessa hugmynd vera meðal þess sem heillaði hann við bókina. Hann hafði í raun beðið rithöfundinn Saramago um leyfi til að mynda söguna fyrir margt löngu en hann ekki tekið það í mál. „Hann sagði kvikmyndir eyðileggja ímyndunaraflið og þar með góða sögu,“ sagði Meirelles á blaðamannafundi eftir frumsýningu hennar í Cannes í maí.

Auk Moore fara þeir Gael Garcia Bernal og Danny Glover með aðalhlutverk í myndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka