Blindir gagnrýna nýjustu mynd Julianne Moore

Julianne Moore
Julianne Moore Reuters

Talið er að þrýstihópar muni sniðganga nýjustu kvikmynd Julianne Moore, Blindness, þar sem þeir segja að í myndinni sé blindum líst sem skepnum. Í kvikmyndinni, sem er byggð á sögu Nóbelsverðlaunahafans Jose Saramago, missa allir íbúar ónefndrar borgar sjónina smám saman utan eins. Myndin var opnunarmyndin á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor.

Hótar Landsamband blindra í Bandaríkjunum því að hvetja fólk til þess að sniðganga myndina en hún verður frumsýnd í 75 kvikmyndahúsum í 21 ríki í Bandaríkjunum á morgun.

Í umsögn Birtu Björnsdóttur um myndina í Morgunblaðinu í vor segir að myndin veki upp spurningar um eðli mannsins í erfiðum aðstæðum og varpar ljósi á hversu grunnt er í raun á villimanninum í okkur öllum. „Leikstjórinn, Fernando Meirelles, sagði þessa hugmynd vera meðal þess sem heillaði hann við bókina. Hann hafði í raun beðið rithöfundinn Saramago um leyfi til að mynda söguna fyrir margt löngu en hann ekki tekið það í mál. „Hann sagði kvikmyndir eyðileggja ímyndunaraflið og þar með góða sögu,“ sagði Meirelles á blaðamannafundi eftir frumsýningu hennar í Cannes í maí.

Auk Moore fara þeir Gael Garcia Bernal og Danny Glover með aðalhlutverk í myndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir