Rithöfundurinn Salman Rushdie segist enn vera ánægður með að hafa skrifað skáldsöguna umdeildu Söngvar Satans. Rushdie lét þessi orð falla í viðtali við vefsíðu The Times sem tekið var í tilefni þess að 20 ár eru frá því að bókin kom fyrst út.
Söngvar Satans var fjórða skáldsaga Rushdies og kom út haustið 1988. Skömmu eftir útgáfuna var bókin bönnuð á Indlandi og mótmæli brutust út víða um heim. Í febrúar árið 1989 var Rushdie lýstur réttdræpur af Ayatollah Khomeini, erkiklerk í Íran.