Stone segist ekki hafa viljað Botox fyrir soninn

Sharon Stone
Sharon Stone Reuters

Kvikmyndaleikkonan Sharon Stone hefur vísað á bug staðhæfingum um að hún hafi lagt til að átta ára sonur hennar Roan gengist undir Botox-hrukkumeðferð til að draga úr táfýlu af honum.

 Fyrrum eiginmaður hennar Phil Bronstein staðhæfir í gögnum sem lögð voru fram í forræðismáli þeirra að hún hafi lagt þetta til. Vísað er til þess í úrskurði dómarans þar sem fram kemur að ein af ástæðum þess að hann telji rétt að forræði drengsins verði áfram hjá Bronstein sé sú að Stone geri of mikið úr læknisfræðilegum atriðum er varða drenginn. 

„Eins og faðir hans hefur réttilega bent á þá er það í samræmi við heilbrigða skynsemi að bregðast við vandanum með því að ganga úr skugga um að Roan sé í sokkum í skónum og noti fótalyktaeyði. Rétt er að forðast nokkurs konar inngrip þegar um þetta ungt barn er að ræða, " segir m.a. í úrskurðinum 

„Sharon Stone hefur aldrei sagt slíkt. Það er alger tilbúningur. Sharon Stone vildi breyta forræðisfyrirkomulaginu þannig að sonur hennar verði mestum hluta skólaársins hjá henni,” segir Martin Singer, lögmaður Stone. „Sharon elskar son sinn Roan og vill honum aðeins það besta.  

Auk Roans á Stone tvo syni Laird and Quinn sem hún ættleiddi eftir skilnað sinn frá Bronstein.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan