Susan Sarandon nánast nakin á mynd

Susan Sarandon
Susan Sarandon AP

Bandaríska leikkonan Susan Sarandon, sem verður 62 ára á morgun, sat nýverið fyrir án klæða. Á myndinni liggur Sarandon á bakinu og það eina sem hylur nekt hennar eru netasokkar og fjaðrir.

Myndin er tekin af Timothy White fyrir bók sem væntanleg er í verslanir síðar í mánuðinum. Nefnist bókin Hollywood Pinups og verður þar meðal annars að finna myndir af Mary-Kate Olsen, Kate Hudson og Molly Sims.

Sarandon, sem er meðal annars þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndinni Thelma and Louise, er harðánægð með aldurinn og segist njóta hverrar stundar.

Hún segist ekki hafa farið í fegrunaraðgerðir en hún hafi ekkert á móti þeim enda sé það val hverrar konu að gera það við líkama sinn sem hún óskar ef það fær viðkomandi konu til að líða betur.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka