Ekkert virðist geta stoppað Emilíönu

Emilíana Torrini.
Emilíana Torrini.

Emilíana Torrini hefur tónleikaferð sína um Evrópu í næstu viku með tónleikum í Bristol í Englandi. Nýjasta plata Emilíönu hefur hvarvetna fengið afbragðsdóma og vilja margir meina að hér sé komin besta plata hennar til þessa. Platan fékk til dæmis fjórar stjörnur í tímaritinu Q auk þess sem The Sun gaf henni fjórar og hálfa stjörnu.

Þá er ljóst að bandarískir sjónvarpsþáttaframleiðendur veðja á frægð Emilíönu. Lag hennar „Jungle Drum“ má heyra í nýjustu þáttaröð Grey's Anatomy og lagið „Today Has Been Okay“ mun heyrast í uppvakningi Beverly Hills-þáttanna, 90210.

Emilíana kemur fram á 10 tónleikum í Evrópu í október og þar af kemur hún fjórum sinnum fram í Þýskalandi. Í hljómsveit Emilíönu verður sem áður Sigtryggur Baldursson á trommum. Emilíana verður í viðtali í Rokklandi Óla Palla á Rás 2 á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir