Fjölskyldumyndin Beverly Hills Chihuahua sló óvænt í gegn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina en hún fór bent í 1. sæti á aðsóknarlistanum. Myndin fjallar um dekraðan smáhund, sem Drew Barrymore talar fyrir, sem villist í Mexíkó.
Aðsóknin var almennt góð, miðað við árstíma, og mun meiri en á sama tíma í fyrra.
Spennumyndin Eagle Eye, sem var í 1. sæti um síðustu helgi, fór niður í 2. sæti nú en unglingamyndin Nick and Norah's Infinite Playlist fór beint í það þriðja.
Kúrekamyndin Appaloosa, sem Ed Harris leikstýrði, fór beint í 5. sætið en hún hefur fengið afar góða dóma. Þau Viggo Mortensen og Renée Zellweger leika aðalhlutverkin auk Harris.
Þá fór grínmyndin An American Carol, sem David Zucker leikstýrði, beint í 9. sætið.
Listinn yfir vinsælustu myndirnar er þessi: