Hundar draga Norður-Ameríkumenn í bíó

Auglýsingaspjald fyrir myndina Beverly Hills Chihuahua.
Auglýsingaspjald fyrir myndina Beverly Hills Chihuahua. AP

Fjölskyldumyndin Beverly Hills Chihuahua sló óvænt í gegn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina en hún fór bent í 1. sæti á aðsóknarlistanum.  Myndin fjallar um dekraðan smáhund, sem Drew Barrymore talar fyrir, sem villist í Mexíkó.

Aðsóknin var almennt góð, miðað við árstíma, og mun meiri en á sama tíma í fyrra. 

Spennumyndin Eagle Eye, sem var í 1. sæti um síðustu helgi, fór niður í 2. sæti nú en unglingamyndin Nick and Norah's Infinite Playlist fór beint í það þriðja.

Kúrekamyndin Appaloosa, sem Ed Harris leikstýrði, fór beint í 5. sætið en hún hefur fengið afar góða dóma. Þau  Viggo Mortensen og Renée Zellweger leika aðalhlutverkin auk Harris. 

Þá fór grínmyndin An American Carol, sem David Zucker leikstýrði, beint í 9. sætið.

Listinn yfir vinsælustu myndirnar er þessi:

  1. Beverly Hills Chihuahua
  2. Eagle Eye
  3. Nick and Norah's Infinite Playlist
  4. Nights in Rodanthe
  5. Appaloosa
  6. Lakeview Terrace
  7. Burn After Reading
  8. Fireproof
  9. An American Carol
  10. Religulous.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar