Hvetur sjúklinga til að óhlýðnast

Evan Handler
Evan Handler

Evan Handler, sem flestir kannast við sem eiginmann Charlotte York í Sex and the City, segir það margsinnis hafa bjargað lífi sínu sem sjúklingi að óhlýðnast læknum. Handler barðist við hvítblæði í lok níunda áratugarins og dvaldist um 8 mánuði samfleytt á sjúkrahúsi.

Alla tíð síðan hefur hann verið ákafur stuðningsmaður fyrir réttindum sjúklinga og hefur m.a. gefið út 2 bækur um reynslu sína, sem hann kallar „It's Only Temporary“ og „Time on Fire.“ Hann segir m.a. frá því að á meðan hann var rúmfastur á sjúkrahúsi hafi honum verið gefin lyf í æð sem ætluð hafi verið öðrum sjúklingi, hjúkrunarfræðingar hafi ætlað að gefa honum lyf sem læknar hafi sagt hættuleg fyrir hann og jafnframt hafi starfsfólk spítalans ekki framfylgt ítrustu varúðarreglum um hreinlæti gagnvart sjúklingum með veikt ónæmiskerfi, eins og honum.

Handler hélt lífi andstætt öllum spám lækna og tölfræði. Hann gekk í gegnum fjölmargar lyfjameðferðir, fékk hverja sýkinguna á eftir annarri og gekkst að lokum undir beinmergsígræðslu. „Ég velti því fyrir mér hversu margir sjúklingar deyji að óþörfu vegna þess að þá skortir styrk til að vera vakandi yfir því hvernig meðferð þeir fá,“ segir Handler í viðtali við vef CNN.

Handler hvetur alla sjúklinga til að fylgja tilmælum lækna og hjúkrunarfræðinga ekki í blindni heldur þvert á móti efast um allt og gæta þess til hins ítrasta að læknar og hjúkrunarfræðingar framfylgi réttri meðferð. „Ef þú ert með slæman lækni ættirðu ekki að hika við að skipta honum strax út fyrir annan betri og, ef þú hefur orkuna til þess, útskýra fyrir honum hvers vegna þú fórst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir