Svíakóngur tapar á fjármálakreppunni

Karl Gústaf í opinberri heimsókn á Íslandi fyrir nokkrum árum.
Karl Gústaf í opinberri heimsókn á Íslandi fyrir nokkrum árum. mbl.is/Þorkell

Karl Gústaf, Svíakonungur, hefur tapað 10 milljónum sænskra króna, jafnvirði 160 milljóna íslenskra króna, á fjármálakreppunni en hlutabréf sem kóngurinn á, hafa fallið í verði eins og nánast öll önnur hlutabréf í heiminum.

Sænska Aftonbladet áætlar, að hver Svíi hafi að jafnaði tapað 10 þúsund sænskum krónum, jafnvirði um 160 þúsunda íslenskra króna, á verðfalli í kauphöllum heimsins síðustu vikurnar. 

Blaðið áætlar að Karl Gústaf hafi tapað 100 sinnum meira. Einkafjárhagur konungs er ekki gerður opinber en hann mun eiga jafnvirði um 100 milljóna sænskra króna í hlutabréfum. Það verðbréfasafn hafi rýrnað um 12% í september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir