Svíakóngur tapar á fjármálakreppunni

Karl Gústaf í opinberri heimsókn á Íslandi fyrir nokkrum árum.
Karl Gústaf í opinberri heimsókn á Íslandi fyrir nokkrum árum. mbl.is/Þorkell

Karl Gústaf, Svíakonungur, hefur tapað 10 milljónum sænskra króna, jafnvirði 160 milljóna íslenskra króna, á fjármálakreppunni en hlutabréf sem kóngurinn á, hafa fallið í verði eins og nánast öll önnur hlutabréf í heiminum.

Sænska Aftonbladet áætlar, að hver Svíi hafi að jafnaði tapað 10 þúsund sænskum krónum, jafnvirði um 160 þúsunda íslenskra króna, á verðfalli í kauphöllum heimsins síðustu vikurnar. 

Blaðið áætlar að Karl Gústaf hafi tapað 100 sinnum meira. Einkafjárhagur konungs er ekki gerður opinber en hann mun eiga jafnvirði um 100 milljóna sænskra króna í hlutabréfum. Það verðbréfasafn hafi rýrnað um 12% í september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir